Vinnuvélanámskeið
Talsett fjarnám á netinu
- Stóra vinnuvélanámskeiðið
- Vandað og ýtarlegt vinnuvélanám
- Veitir réttindi til töku verklegs prófs á allar gerðir og stærðir vinnuvéla þ.m.t. krana
- Þú lærir á þínum hraða þegar þér hentar
Skráðu þig núna!
70.000 kr.
Fyrirtækjaskráning
Ertu með fyrirtæki og vilt skrá starfsmenn?
Öku- og vinnuvélaskólinn
Í yfir 20 ár höfum við boðið upp á vandað og ýtarlegt vinnuvélanám í staðnámi. Núna bjóðum við þetta nám einnig í fjarnámi.
Verkleg kennsla og verkleg próf
Bóklega prófið veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Það er gert annað hvort á vinnustað eða í vélhermi hjá Vinnueftirlitinu. Verkleg próf geta svo farið fram á vinnustað eða í vélhermi. Panta þarf verkleg próf hjá Vinnueftirlitinu. Réttindaflokkarnir eru nokkrir og hver þeirra kostar kr. 9.750 og skírteinið sjálft kostar kr. 7.800. Rétturinn til próftöku fyrnist ekki. Einnig er hægt að bæta í skírteinið síðar meir eftir þörfum.
Best er að taka verklega þáttinn eins fljótt og aðstæður leyfa.
Skráðu þig í fjarnám!
Fjölskráning?
Ertu með fyrirtæki og vilt skrá marga starfsmenn í einu?
Inntökuskilyrði
16 ára
Viðkomandi þarf að hafa náð 16 ára aldri til að taka bóklega námið.
Próftökuréttur fyrnist ekki
Bílpróf
Viðkomandi þarf að hafa ökuréttindi á fólksbíl til að fá að taka verkleg próf
Algengar spurningar
Inntökuskilyrði
Viðkomandi verður að vera 16 ára eða eldri fyrir bóklega námið og hafa ökuréttindi á bifreið fyrir verklegt próf.
Kennslutilhögun
Um sjálfnám er að ræða og hefur hver nemandi 60 daga til að ljúka námskeiðinu. Til að ljúka fjarnámskeiðinu þarf að taka bóklegt próf í skólanum að Þarabakka 3, 109 Mjódd. Reykjavík eða hjá umboðsmönnum skólans annarsstaðar á landinu. Óska þarf eftir próftíma með því að senda tölvupóst á velaskolinn@velaskolinn.is. Taka skal fram nafn. kennitölu og símanúmer.
Verð og greiðslufyrirkomulag
Hægt að greiða með Vísa eða innleggi á reikning skólans.
Kennari og umsjónarmaður
Svavar Svavarsson öku og vinnuvélakennari s.786 3400 velaskolinn@velaskolinn.is
Ertu enn með spurningar?
Sendu okkur skilaboð eða hringdu í síma 588 1414