Vinnuvélanámskeið

Talsett fjarnám á netinu

  • Stóra vinnuvélanámskeiðið
  • Vandað og ýtarlegt vinnuvélanám
  • Veitir réttindi til töku verklegs prófs á allar gerðir og stærðir vinnuvéla þ.m.t. krana
  • Þú lærir á þínum hraða þegar þér hentar

Skráðu þig núna!

70.000 kr.

Fyrirtækjaskráning

Ertu með fyrirtæki og vilt skrá starfsmenn?

Öku- og  vinnuvélaskólinn

Í yfir 20 ár höfum við boðið upp á vandað og ýtarlegt vinnuvélanám í staðnámi. Núna bjóðum við þetta nám einnig í fjarnámi.

Verkleg kennsla og verkleg próf

Bóklega prófið veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Það er gert á vinnustað. Verkleg próf geta svo farið fram á vinnustað. Panta þarf verkleg próf hjá Vinnueftirlitinu. Réttindaflokkarnir eru nokkrir og hver þeirra (23/10 ’25) kostar kr. 10.846 og skírteinið sjálft kostar kr. 8.677. Rétturinn til próftöku fyrnist ekki. Einnig er hægt að bæta í skírteinið síðar meir eftir þörfum. Best er að taka verklega þáttinn eins fljótt og aðstæður leyfa.

Skráðu þig í fjarnám!

Fjölskráning?

Ertu með fyrirtæki og vilt skrá marga starfsmenn í einu?

Inntökuskilyrði

16 ára

Viðkomandi þarf að hafa náð 16 ára aldri til að taka bóklega námið.

Próftökuréttur fyrnist ekki

Bílpróf

Viðkomandi þarf að hafa ökuréttindi á fólksbíl til að fá að taka verkleg próf

Algengar spurningar

Inntökuskilyrði

Viðkomandi verður að vera 16 ára eða eldri fyrir bóklega námið og hafa ökuréttindi á bifreið fyrir verklegt próf.

Námstilhögun

Um sjálfsnám er að ræða og hefur neminn sína hentugleika með hraðann á náminu. Til að ljúka fjarnámskeiðinu og fá þar með rétt til töku verklegs prófs á vinnuvélar þarf að taka bóklegt lokapróf í skrifstofu skólans í Reykjavík eða hjá umboðsmönnum skólans annars staðar á landinu. Óska þarf eftir próftíma og prófstað með því að senda tölvupóst á velaskolinn@velaskolinn.is Taka skal fram nafnkennitölu og símanúmer.

Verð og greiðslufyrirkomulag

Hægt að greiða með Vísa eða innleggi á reikning skólans.

Kennari og umsjónarmaður

Svavar Svavarsson öku og vinnuvélakennari s.786 3400 velaskolinn@velaskolinn.is

Ertu enn með spurningar?

Sendu okkur skilaboð eða hringdu í síma 588 1414